Framleiðslufélagið SIGVA media var stofnað 25. apríl 2005 og fagnar því 10 ára starfsafmæli þessa dagana. Félagið stofnaði Sighvatur Jónsson í tengslum við fjölmiðlastörf í Danmörku. Eftir að námi lauk hefur starfsemi félagsins vaxið og dafnað. í dag sinnir SIGVA media ýmis konar framleiðslu fyrir sjónvarp, útvarp og vef.

Meðal verkefna SIGVA media er framleiðsla sjónvarpsþáttanna „Að sunnan“ fyrir sjónvarpsstöðina N4. Félagið framleiðir einnig Vinsældalista Rásar 2 og sinnir myndatöku fyrir RÚV og 365 miðla. SIGVA media framleiðir vefmyndbönd af ýmsum tilefnum og hefur síðar ár komið að framleiðslu heimildarmynda, meðal annars heimildarmyndinni „Útendingur heima“ um Heimaeyjargosið 1973 sem var framleidd af Jóhönnu Ýr Jónsdóttur og Sighvati Jónssyni.