Í tilefni 35 ára afmælis Skipalyftunnar ehf. framleiddi SIGVA media heimildarmyndina „Lyftan – Skipalyftan í 35 ár“ um sögu fyrirtækisins. Myndina gerðu Sighvatur Jónsson og Sigríður Diljá Magnúsdóttir. Skipalyftan ehf. var stofnað 14. nóvember 1981. Í myndinni er farið yfir forsögu skipalyftu í Vestmannaeyjum. Undirbúningur hennar hófst um áratug áður en starfsemin hófst. Að stofnun félagsins komu vélsmiðjurnar Magni og Völundur og raftækjaverkstæðið Geisli. Lengd myndar: 42:06 mín.

Nánar: Viðtal Eyjar.net við Sighvat Jónsson um framleiðslu myndarinnar.