Fólkið í Dalnum (VOD)

775 kr.

Fólkið í Dalnum – heimildarmynd um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

Heimildarmynd um eina þekktustu útihátíð Íslendinga, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Árið 2019 voru 145 ár liðin frá því að hátíðin var fyrst haldin í Herjólfsdal árið 1874. Fjallað er um hefðirnar, tónlistina, lífið í hústjöldunum, sjálfboðaliðana og öryggismálin.

Category:

Description

Fólkið í Dalnum – heimildarmynd um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum

Heimildarmynd um eina þekktustu útihátíð Íslendinga, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Árið 2019 voru 145 ár liðin frá því að hátíðin var fyrst haldin í Herjólfsdal árið 1874. Fjallað er um hefðirnar, tónlistina, lífið í hústjöldunum, sjálfboðaliðana og öryggismálin.

Fylgst er með tveimur fjölskyldum í Eyjum við hátíðahaldið á fimm hátíðum á árunum 2014 til 2018, allt frá undirbúningi að frágangi. Myndin var fimm ár í vinnslu og viðmælendur hennar eru samtals 127.

Tónlist eftir Halldór Gunnar Pálsson.
Höfundar myndarinnar eru Sighvatur Jónsson og Skapti Örn Ólafsson.
Útgáfa og dreifing: SIGVA media © 2019

You may also like…