Þrettándinn (VOD)

775 kr.

Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum

Heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sem hefur verið haldin óslitið frá árinu 1948. Um 200 sjálfboðaliðar koma að skipulagi og framkvæmd hennar; svo sem blysgöngu jólasveina, smíði trölla og framkomu Grýlu, Leppalúða og annarra furðuvera í fylgdarliði þeirra.

Category:

Description

Þrettándinn – heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum

Heimildarmynd um þrettándagleðina í Eyjum sem hefur verið haldin óslitið frá árinu 1948. Um 200 sjálfboðaliðar koma að skipulagi og framkvæmd hennar; svo sem blysgöngu jólasveina, smíði trölla og framkomu Grýlu, Leppalúða og annarra furðuvera í fylgdarliði þeirra. Kynslóð fram af kynslóð hafa Eyjamenn haldið þrettándagleðinni gangandi. Sumir sem rætt er við í myndinni hafa komið að starfinu í mörg ár og jafnvel áratugi. Upptökur fóru fram í kringum þrettándann í Vestmannaeyjum á árunum 2015 til 2019.

Frumsamin tónlist eftir Halldór Gunnar Pálsson og Ragnhildi Gísladóttur.
Sögumaður myndarinnar er Ragnhildur Gísladóttir.
Höfundar myndarinnar eru Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir.
Útgáfa og dreifing: SIGVA media © 2019

You may also like…