Heimildarmynd um Þjóðhátíð

Heimildarmynd um ríflega 140 ára sögu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja, elstu útihátíðar landsins. Hátíðin er í senn tónlistar- og fjölskylduhátíð með ríkar hefðir og mikla sögu.

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er magnað fyrirbæri en sú fyrsta var haldin árið 1874. Heimildarmynd um Þjóðhátíð í Eyjum fjallar um sögu hennar og þróun.

Þrátt fyrir að hátíðin hafi þróast í gegnum tíðina eru mörg atriði hennar byggð á áratuga gömlum hefðum. Í myndinni er rætt við fólk sem hefur komið að undirbúningi hátíðarinnar og framkvæmd, sumir um áratuga skeið.


KYNNINGARSTIKLA

Ástin á sér stað var Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja 2016. Í kynningarstiklunni eru myndir frá upptökum lags Halldórs Gunnars Pálssonar við texta Magnúsar Þórs Sigmundssonar. Lagið flytja Sverrir Bergmann, Friðrik Dór Jónsson og hljómsveitin Albatross.

Í stiklunni eru einnig svipmyndir frá Þjóðhátíð og brot úr viðtölum við þá sem koma fram í myndinni.

Brennukafli stiklunnar er til heiðurs Sigga Reim, fyrrverandi brennukóngi, sem lést 27. júní 2016.


Skills

Posted on

08.02.2019