Þrettándinn – heimildarmynd

Heimildarmynd um þrettándahátíð Vestmannaeyinga sem hefur verið haldin óslitið í núverandi mynd frá árinu 1948. Um 200 manns koma að hátíðinni þar sem Grýla, Leppalúði, jólasveinar, tröll og aðrar kynjaverur kveðja jólahátíðina með Eyjamönnum og gestum þeirra. Þrettándinn í Eyjum er ein stærsta, ef ekki stærsta, áhugamannaleiksýning á Íslandi sem er haldin utandyra.

Íslendingar fagna þrettándanum, síðasta degi jólahátíðarinnar, víða um land 6. janúar. Knattspyrnufélagið Týr tók við þrettándagleðinni í Eyjum árið 1948. Frá því að félögin Týr og Þór voru sameinuð undir merkjum ÍBV 1997 hefur íþróttafélagið haldið hátíðina. Þrettándagleðin er þakklætisvottur íþróttahreyfingarinnar til bæjarbúa vegna stuðnings við starf hennar á árinu.

Kynslóð fram af kynslóð hafa Eyjamenn haldið þrettándahátíðinni gangandi. Nokkrir hópar koma að skipulagi og framkvæmd hátíðarinnar; svo sem blysgöngu jólasveina, smíði trölla og framkomu Grýlu, Leppalúða og annarra furðuvera í fylgdarliði þeirra. Hátíðin er mikið sjónarspil og mikil dulúð hvílir yfir henni.


KYNNINGARSTIKLA

Kynningarstikla heimildarmyndar um þrettándann með myndefni frá þrettándagleði ÍBV sem fram fór í Vestmannaeyjum 4. janúar 2019 ásamt brotum úr viðtölum við fólk sem kemur að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar.


Skills

Posted on

13.02.2019