Heimildarmyndin Útlendingur heima – uppgjör við eldgos fjallar um innri baráttu þeirra sem upplifðu eldgosið á Heimaey 1973 og afleiðingar þess.

 KYNNINGARSTIKLA

Stiklan er með skjátexta á sjö tungumálum. Ýttu á bláa CC takkann neðarlega hægra megin til að velja tungumál eða slökkva á skjátexta.


Mikið hefur verið fjallað um sjálft gosið, björgunaraðgerðirnar og hreinsunarstarfið. Í myndinni er lögð áhersla á sálræn áhrif náttúruhamfaranna á íbúa og leitað er svara við því hvort fólk hafi gert atburðinn upp 40 árum síðar.

 

 

Elísabet Arnoddsdóttir við gamla húsið sitt sem fór undir hraun.

Heimaeyjargosið var fyrsta eldgos sem hófst í byggð á Íslandi. Um 5.000 íbúar flúðu til lands þegar gossprunga opnaðist á austanverðri Heimaey.

 

 

Kristinn Þórir Sigurðsson við horfnar æskustöðvar.

Heimildarmyndin Útlendingur heima – uppgjör við eldgos er ný sýn á eldgosið á Heimaey 1973. Myndin var gerð 2013 í tilefni þess að 40 voru liðin frá goslokum, hún var frumsýnd á goslokahátíð í Vestmannaeyjum 4. og 5. júlí og á RÚV 7. júlí.


FRAMLEIÐENDUR

profile_jyj

Jóhanna Ýr Jónsdóttir er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún fæddist einu ári eftir gos og hefur alltaf þráð að vita meira um gamla bæinn sem hún aldrei kynntist. Jóhanna Ýr er sagnfræðingur en lokaverkefni hennar fjallaði um áhrif síðari heimsstyrjaldar á lífið í Vestmannaeyjum. Hugmyndin að heimildarmyndinni „Útlendingur heima – uppgjör við eldgos“ kviknaði í kjölfar söguverkefnis sem Jóhanna Ýr vann um eldgosið þegar hún vann sem safnstjóri á Sagnheimum, byggðasafni Vestmannaeyja.

profile_sj

Sighvatur Jónsson er einnig fæddur og uppalinn Eyjamaður. Hann fæddist tveimur árum eftir gos og hefur sama áhuga og Jóhanna Ýr á ósögðum sögum eldgossins á Heimaey 1973. Sighvatur hefur starfað í fjölmiðlageiranum frá 1996 og hefur framleitt fjölda verkefna fyrir útvarp, sjónvarp og vef. Sighvatur lærði margmiðlunarhönnun og tölvunarfræði og stýrir framleiðslufyrirtækinu SIGVA media.


UPPLÝSINGAR

Framleiðendur: Jóhanna Ýr Jónsdóttir og Sighvatur Jónsson
Frumsamin tónlist: Birgir Nielsen og Ágúst Óskar Gústafsson
Framleiðsluár: 2013
Lengd myndar: 66:50 mín.
Tungumál: Íslenska
Skjátextar: Íslenska, enska, danska, norska, sænska, þýska og spænska
Útgáfa og dreifing: SIGVA media © 2013


FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN

RÚV 07.07.2013
Eyjafréttir 23.05.2013
Fréttablaðið 07.05.2013