Um SIGVA media

SIGVA media er framleiðslufyrirtæki sem vinnur efni fyrir vef, sjónvarp og útvarp. Aðalstarfsemi okkar er kvikmyndagerð, allt frá stuttum kynningarmyndum til heimildarmynda í fullri lengd. Einnig sinnum við hljóðvinnslu og grafík, ýmist í tengslum við okkar eigin verkefni eða við auglýsingagerð fyrir viðskiptavini okkar.

Hvert framleiðsluverkefni hefst með góðri hugmynd. Mikilvægt er að verja góðum tíma í að útfæra hugmyndina áður en upptökur hefjast. Góð hugmyndavinna sparar tíma við upptökur og eftirvinnslu. Þótt verkefnin séu jafn mismunandi og þau eru mörg eru verkliðirnir hinir sömu í grunninn; hugmynda- og handritsvinna, upptökur, klipping og frekari eftirvinnsla (hljóð, grafík, litajöfnun o.fl.)

Sighvatur Jónsson fjölmiðlamaður stofnaði SIGVA media 25. apríl 2005. Sighvatur hefur starfað á ýmsum sviðum fjölmiðlunar frá árinu 1996 og er menntaður margmiðlunarhönnuður og tölvunarfræðingur frá Danmörku.